Herjólfur - skráningar

06.05.2016

Orkumótsnefnd hefur tekið frá sæti í Herjólfi fyrir leikmenn og aðra þátttakendur á Orkumótinu, en hvert félag þarf að ganga frá sinni pöntun hjá Herjólfi og greiða fyrir fargjöld.

Ef eitthvað er óljóst, þá er fulltrúi hvers félags sem verður í sambandi við Elísabetu, Elisabet.Thorvaldsdottir@eimskip.is

Eftir 15. maí verða ósóttar / ógreiddar pantanir seldar fólki á biðlista.