Vestmannaeyjar

 
Almennar upplýsingar um Vestmannaeyjar er hægt að nálgast á www.vestmannaeyjar.is og www.visitwestmanislands.com

 

Ferðamáti

Farþegar koma annað hvort sjóleiðis með Herjólfi eða flugleiðis Ernir fljúga áætlunarflug til Vestmannaeyja.

 

Fjöll og klettar

Í Vestmannaeyjum eru mörg þúsund örnefni og er nauðsynlegt fyrir þá sem ætla að dvelja í Eyjunum í nokkra daga, að læra nöfn helstu fjalla, kletta og eyja. Settu þér það markmið að læra a.m.k. 5 örnefni.

Stolt Eyjanna er Heimaklettur, hæsta fjall á Heimaey, 283 metra hátt. Austan við Heimaklett er Miðklettur og þar austan við er Ystiklettur. Þessir þrír klettar mynda stórkostlega umgjörð utan um Klettsvík, þar sem Keikó var í kví sinni á sínum tíma. Í Ystakletti er hellir, Klettshellir, og þangað inn hefur stundum verið farið með þátttakendur á TM móti í bátsferð með Vikingtours. Inni í hellinum hefur skipstjórinn á snekkjunni oft tekið lagið á saxófóninn sinn. Þykir hljómurinn þar inni mjög fagur.

Vestan og norðan við golfvöllinn rís hár tindur, Blátindur. Hann er vestan megin við Herjólfsdal, en austan við dalinn er Fiskhellanef. Fyrir ofan stóra fótboltann er Háin. Klifið er kletturinn með öllum möstrunum, hann er fyrir ofan Friðarhöfn.

Allir þekkja Eldfellið sem varð til í gosinu 1973, vestan við Eldfellið er Helgafell sem er  um 5000 ára gamalt eldfjall.
 

Eyjar

Vestan við Heimaey sjáum við röð eyja og kletta. Syðst, það er lengst til vinstri er drangur er heitir Jötunn, þá kemur eyjan Hæna, Hani, Grasleysa og Hrauney þar á bak við eða vestan við. Vestur af Smáeyjum sjást Þrídrangar og þar fyrir sunnan Einidrangur.

Austan við Heimaey eru Elliðaey og Bjarnarey. Ef skyggni er gott sjáum við Heklu, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul í baksýn, en þetta eru fjöll á stærstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum, Íslandi.
 

Herjólfur

Herjólfur siglir frá Básaskersbryggju milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar þrisvar til fimm sinnum á dag. Þorlákshöfn er varahöfn Landeyjahafnar og ef siglt er þangað er um tvær ferðir á dag að ræða. Allar nánari upplýsingar um ferðir Herjólfs fást í síma 481-2800 og á www.herjolfur.is.
 

Vikingtours

Vikingtours er ferðamannaskip með daglegar bátsferðir. Einnig sérferðir fyrir 10 manns eða fleiri, rútuferðir, fugla- og hvalaskoðun, sjóstöng. Hægt er að hafa samband við Vikingtours; í síma 488-4884, 896-8986, info@vikingtours.is og www.vikingtours.is 

 

Þjónusta

Sjúkrahús og heilsugæsla, frábær þjónusta sem við vonum að enginn þurfi að nýta sér.
Sundlaugin í eyjum tók stakkaskiptum þegar nýtt glæsilegt útisvæði var tekið í notkun árið 2010.
Kaffihúsum hefur fjölgað nokkuð í eyjum undanfarið ár.
 
Matvara
Í miðbænum er matvöruverslunin Vöruval í Kúluhúsinu, Krónan við Strandveg og Bónus við Miðstræti.
 
Máltíðir á TM mótinu
Á TM mótinu eru máltíðir þátttakenda í ný endurbættu samkomuhúsi Eyjanna, Höllinni við Strembugötu sem er fyrir ofan Barnaskólann og malarvöllinn í Löngulág.
 
Veitingastaðir
Vöruhúsið er á horni Vestmannabrautar og Skólavegar.
Við Heiðarveg er Pizza 67, 900 Grillhús (Topppizzur) er á Vestmannabraut sem og Einsi Kaldi.
Veitingastaðurinn GOTT er á Bárustíg. Slippurinn er við Strandveg. Canton er gengt Krónunni á Strandvegi. Síðan eru staðir sem selja ýmsan skyndibita: Shellskálinn (Tvisturinn) við Faxastíg, Klettur við Strandveg og Kráin við Boðaslóð. Við Friðarhöfn er síðan Skýlið sem býður uppá ýmsa rétti við sjávarsíðuna.
 
Bakarí og konditori
Stofan Bakhús er við Bárustíg og Eyjabakarí við Faxastíg.
 
Íþróttaaðstaða
Leikir á TM móti fara fram á Þórsvelli, Týsvelli og úrslitaleikir á Hásteinsvelli 
Eimskipshöllin er nýjung í íþróttalífi eyjanna fjölnota íþróttahús þar sem er hálfur fótboltavöllur lagður gervigrasi sem bíður uppá tvo velli fyrir 7 manna fótbolta á TM mótinu.

Skrifstofa ÍBV og skrifstofa TM mótsins er í Týsheimilinu Gestir á TM móti eru velkomnir þangað inn í setustofuna þar sem er veitingasala. Í Týsheimilinu eru allar upplýsingar um TM mótið.

Íþróttahúsið er notað á kvöldvökunni á fimmtudagskvöldið.
Í sama húsi er sundlaugin. Hver þátttakandi á TM mótinu fær tvo miða í sund.
 

Gisting þátttakanda á TM mótinu

er í Barnaskólanum fyrir neðan kirkjuna, Framhaldsskólanum fyrir ofan kirkjuna og í Hamarskóla ofan við sundlaugina.

 

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjum

 Upplýsingamiðstöð:

Sjúkrahús/heilsugæsla:

  • Sólhlíð 10, sími: 432-2500

Apótek:

  • Apótekarinn, við Skólaveg í nýjum verslunarkjarna í miðbænum s: 481-3900

Bílaþjónusta:

  • 5 bensínstöðvar, bíla- og hjólbarðaverkstæði.

Leigubílar

  • Eyjataxi, s: 698-2038

Bankar:

Pósturinn:

  • Strandvegi 52, sími 580-1200.
 

Afþreying/sport:

  • Sundlaug og íþróttamiðstöð Vestmannaeyja, sími: 488-2400
  • Hressó líkamsræktarstöð, Strandvegi 65, sími: 481-1482.
  • Golfvöllur í Herjólfsdal, 18 holur, opið nánast allt árið, sími 481-2363. golf@eyjar.is www.gvgolf.is
  • Fjöldi auðveldra gönguleiða.

Skoðunarferðir:

  • Daglegar báts- og rútuferðir. Einnig sérferðir fyrir 10 manns eða fleiri, fugla- og hvalaskoðun, sjóstöng. Viking tours, sími: 488-4884, 896-8986, info@vikingtours.is og www.vikingtours.is

 Samgöngur: