Afþreying

 

Það er fjölbreytt afþreying í Vestmannaeyjum sem gestir mótsins geta nýtt sér á milli leikja.

 

Eldheimar  

Eldheimar eru gosminjasafn, þar er hægt að fræðast um eldgosið á Heimaey 1973 og Surtseyjargosið 1963.

 

SEA LIFE Trust

Sea Life Trust er nýtt fiska- og náttúrugripasafn, þar er hægt að sjá fiska, fugla og ýmis sjávardýr. Þann 19. júní koma tveir mjaldrar frá Kína, Litla hvít og Litla grá, sem munu dvelja þar í aðlögun áður en þeir flytja í Klettsvík.

 

Sagnheimar

Sagnheimar er byggðasafn, þar er hægt að fræðast meðal annars um Tyrkjaránið, Þjóðhátíð, Mormóna ofl. sem tengist sögu Vestmannaeyja.

 

Eyjabíó

Eyjabíó er kvikmyndahús Vestmannaeyja, þar eru allar nýjustu bíómyndirnar sýndar.

 

Gönguferðir  

Það eru fullt af skemmtilegum gönguleiðum um eyjuna, ef taka á börn með í gönguna þá er auðvelt og skemmtilegt að fara uppá Eldfell og Helgafell.

 

Golfvöllur

Golfvöllur Vestmannaeyja er 18 holu völlur, hann er talinn einn af óvenjulegustu en jafnframt skemmtilegustu völlum landsins.

 

Frisbígolfvöllur 

Frisbígolfvöllurinn er 6 holu völlur staðsettur á milli Íþróttahússins og Týsheimilisins, skemmtilega krefjandi völlur. 

 

Sund  

Sundlaug Vestmannaeyja er með skemmtilegt útisvæði, klifurvegg, rennibrautir, trampólín rennibraut, heita potta ofl.

 

Sprangan

Sprang er þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga. Sprang fellst í því að sveifla sér í kaðli á milli kletta, þeir sem eru óvanir ættu að varast að fara hátt, bara byrja neðst.

 

Herjólfsdalur

Skemmtilegt útivistarsvæði með aparólu, tjörn og landnámsbæ.

 

Stakkó 

Stakkó er útivistarsvæði í miðbæ Vestmannaeyja, þar er meðal annars mjög skemmtileg hoppudýna eða svokallaður "ærslabelgur".

 

Volcano ATV

Volcano ATV býður uppá fjórhjólaferðir um söguslóðir Vestmannaeyja. Fjórhjólin eru sjálfskipt og auðveld í akstri og þarf því enga sérstaka reynslu á þau. Öll fjórhjólin eru 2ja manna og þarf ökumaður að hafa meðferðis gilt ökuskírteini, farþegar aftaná fjórhjólunum þurfa að vera 6 ára eða eldri.

 

Kayak & Puffins

Kayak ferðir með leiðsögumanni inní Klettsvík, ferðin tekur 1,5 klst.

 

Ribsafari

Ribsafari býður uppá ferðir á slöngubátum með leiðsögumanni umhverfis eyjuna, hægt er að velja um mislangar ferðir. Stoppað er á nokkrum stöðum þar sem leiðsögumaður segir sögur af svæðinu.