Minningarsteinn um Lárus Jakobsson afhjúpaður

01.05.2016

Minningarsteinn um Lárus heitinn Jakobsson sem lést langt um aldur fram, 36 ára gamall, var vígður í dag.  Lárus var frumkvöðull að stofnun Tommamóts Týs, sem síðar varð fyrirmynd annara knattspyrnumóta sem haldinn eru um allt land. Nokkrir vinir Lárusar reistu þennan stein og er verkið stutt af Vestmannaeyjabæ, Knattspyrnusambandi Íslands, Skeljungi, Ísfélagi Vestmannaeyja og Eimskip. Minningarsteinninn er austan við Týsheimilið.

Textinn á steininum er: Með eldmóði sínum, framkvæmdagleði og þrautseigju lagði hann grunn að fyrsta stórmótinu fyrir ungt knattspyrnufólk á Íslandi árið 1984. Lífsstarf Lárusar er samferðarmönnum innblástur til góðra verka í þágu samfélags síns og íþróttahreyfingarinnar. 

Mynd : Við afhjúpun minningarsteinsins. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Íris Róbertsdóttir formaður ÍBV og undirbúningsnefndin :  Eggert Aðalsteinsson, Birgir Hafsteinsson, Jóhannes Ólafsson og Þórlindur Kjartansson.