Aðgerðaráætlun 2

06.06.2020

Hér er hægt að sjá aðgerðaráætlun 2 fyrir Orkumótið. Hún er unnin í samráði við aðgerðastjórn Almannavarna þar sem mikil áhersla er lögð á það að fækka fullorðnum í lokuðum rýmum eins og gistingu, mat og viðburðum í íþróttahúsinu ásamt því að sinna sóttvörnum vel með því að fjölga starfsfólki og auka þrif og sótthreinsun á snertiflötum.

Við biðjum ykkur um að lesa hana vel yfir og hjálpa okkur að virða þær reglur sem okkur öllum eru settar – Við erum öll almannavarnir!