Létt yfir veðurguðunum í aðdraganda landsleiksins

28.06.2019

Veðrið leikur við mótsgesti Orkumótsins í dag, síðustu leikir fara að hefjast núna um kl. 16:20. Maturinn í Höllinni er frá 16:30-18:10 í dag. Landsleikurinn verður á Hásteinsvelli kl. 18:30 og strax í kjölfar hans verður kvöldvakan og sökum veðurs að þá hefur verið ákveðið að hafa hana utan dyra austan megin við íþróttahúsið (sundlaugina). Við viljum biðja þá sem eiga bifreiðar á planininu þar að færa þá annað svo gott svigrúm verði fyrir kvöldvökuna.