Skráning hafin á orkumótið 2018

22.11.2017

Skráning á Orkumótið 2018 er hafin.

Þau félög sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu þurfa að fylla út skráningarblað með sínum óskum og senda á siggainga@ibv.is fyrir 1. desember nk.

Eins og áður hefur komið fram þá verða að öllum líkindum 96 lið á Orkumótinu 2018 og því verður mótið nær eingöngu mót fyrir stráka fædda 2008.

Við munum svo tilkynna 15. janúar 2018 hvaða lið komast á mótið.