Matseðill og matartímar

09.06.2017

matseðillinn og minnisblað með matartímum hvers liðs allt mótið er komið á heimasíðuna undir handbók.

Matseðillinn er í nokkuð föstum skorðum hjá okkur, en alltaf er verið að pæla í hvort hægt er að bjóða eitthvað nýtt.

Í hádeginu á laugardag verður boðið upp á Tortilluhlaðbörð fyrir alla. Hver og einn getur valið það sem hann vill ofan á kökuna.

Þá viljum við meina að það sé komið betra skipulag á valréttina hjá okkur og meira lagt í þá en áður.

Við finnum fyrir talsverðri aukningu gesta,bæði stráka og fullorðinna, sem vilja fá valréttina.

Þeir sem vilja fá valréttina, eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á matur@orkumotid.is

Eins líka, ef um einhvers konar óþol er að ræða, þá endilega senda póst á matur@orkumotid.is