Orkumótið 2017 - uppselt

10.12.2016

Öll félög sem voru á Orkumótinu 2016 hafa skilað inn beiðni um þátttöku á mótinu 2017 og áætlaðan liðafjölda sem þau hafa áhuga að koma með á mótið. Það eru beiðnir um töluvert fleiri lið en við höfum möguleika að bjóða þátttöku, þannig að við þurfum að skoða hvað er möguleiki að hafa mörg lið á mótinu 2017. Um miðjan janúar munum við senda félögum hvað hvert félag getur komið með mörg lið á Orkumótið og biðjum um staðfestingu 2. febrúar 2017.

Vinnureglan um liðafjölda inn á Orkumótið :

1.  Að öll félög sem sækja um þátttöku fái amk eitt lið inn á mótið.

 

2.  Allir á eldra ári komist á mótið.

     

3.  Ef félag kemur með blandaðan hóp, eldra og yngra árs,

fær félagið hámark 3 lið inn á mótið við fyrstu úthlutun.

 

4.  Að fjöldi leikmanna sé um 9 í hverju liði að meðaltali.

 

5.  Að amk 2 fullorðnir verði skráðir þátttakendur á mótið með hverju liði.