Orkumótið 2017 - staðfestið óskir um þátttöku

26.11.2016

Búið er að senda upplýsingabréf á þjálfara og forráðamenn 6. flokks stráka með óskum um að staðfesta óskir um fjölda liða á Orkumótið 2017.

Vakin er athygli á því að Herjóflur er búinn að opna fyrir skráningar fyrir næsta sumar. Orkumótsnefnd hefur bókað allar ferðir út í Eyjar á miðvikudegi og allar ferðir upp á land á laugardeginum. Þeir sem eru á eigin vegum geta skráð sig á aðra daga.