Sá sigrar sem tekur þátt
 
Til Eyja öll við höldum
í ævintýraleit.
Við búum í skólum og tjöldum
leikum á grænum reit.
Við förum á völlinn, spörum ei köllinn
við erum ein sigursveit.
 
Í fótboltann við spörkum
daginn út og inn.
Þess á milli við örkum
um bæinn minn og þinn.
Við munum þora og mörkin skora
sláin, stöngin inn.
 
Viðlag :
 
Á Orkumót í Eyjum
við stefnum hvert ár,
þar setjum við markið hátt.
Saman segjum
og stöndum klár,
sá sigrar sem tekur þátt.
 
_____________________________________________
               Samið árið 1996
Lag           Geir Reynisson
Texti         Geir Reynisson og Bjarni Ólafur Guðmundsson
 
Útsetning   Pálmi Sigurhjartarson
Upptaka    Stúdíó Stöðin
Söngur      Þórarinn Ólason
Undirleikur Sniglabandið.